Í sóttkví eftir heimsókn á leitarstöðina

„Það kom upp tilvik þar sem sóttvarnarlæknir þurfti að grípa …
„Það kom upp tilvik þar sem sóttvarnarlæknir þurfti að grípa til aðgerða og það er búið að gera það,“ segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn starfsmaður og nokkrir skjólstæðingar Krabbameinsfélagsins sæta nú sóttkví eftir að einstaklingur sem hafði verið á áhættusvæði vegna kórónuveirunnar kom þangað í krabbameinsleit.

Þetta staðfesta bæði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is. Þegar málið kom upp hafði sóttvarnalæknir samband við alla þá sem höfðu verið á stöðinni þann dag og beindi tilmælum til þeirra sem ástæða þótti til að færu í sóttkví.

„Það kom upp tilvik þar sem sóttvarnarlæknir þurfti að grípa til aðgerða og það er búið að gera það,“ segir Halla í samtali við mbl.is. 

Enginn þurfi að hafa áhyggjur af heimsókn í Krabbameinsfélagið

„Þetta er ótrúlega fínt kerfi sem búið er að byggja upp. Þetta virkjast bara og það er farið yfir allt og það græjað og hér er búið að grípa til allra aðgerða sem þurfti svo það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af því að koma hingað. Við auðvitað tökum undir öll tilmæli frá sóttvarnarlækni að fólk sem er að koma frá áhættusviðum fari eftir reglum um umgengni hér eins og annars staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert