Hálfs árs skilyrðið stendur

„Þetta eru fordæmalausar aðstæður,“ segir María.
„Þetta eru fordæmalausar aðstæður,“ segir María.

„Ég kannast ekki við að við höfum fengið nein sérstök erindi út af þessu. Ég er ekki að útiloka það en ég þekki þess ekki dæmi.“ Þetta segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Morgunblaðið um hvort stofnuninni hafi borist erindi frá Íslendingum sem búsettir eru erlendis nú þegar kórónuveirufaraldurinn ríður yfir.

Á fésbókarsíðunni Íslendingar í útlöndum – hagsmunasamtök er athygli á því vakin að Íslendingar sem flytjast aftur til Íslands eftir búsetu utan EES-svæðisins séu ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuðina eftir komu.

Er þetta sett í samhengi við kórónuveirufaraldurinn og virðist þetta vekja furðu nokkurra fésbókarnotenda á síðunni. Er á það bent að samkvæmt 5. mgr. 10. gr laga um sjúkratryggingar sé ráðherra með reglugerð heimilt að kveða á um undanþágur frá sex mánaða búsetuskilyrðinu.

Spurð hvort hún þekki dæmi um að veittar hafi verið slíkar undanþágur kveður María nei við en segir: „Eins og menn keppast við að segja, þetta eru fordæmalausar aðstæður.“ Leggur hún enn fremur áherslu á að ákvarðanir um slíkar undanþágur séu heilbrigðisráðuneytisins að taka, en ekki Sjúkratrygginga Íslands. teitur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert