Vinnur að bóluefni gegn veirunni

Farþegar í hlífðarbúningi bíða eftir flugi á flugvellinum í Maníla …
Farþegar í hlífðarbúningi bíða eftir flugi á flugvellinum í Maníla á Filippseyjum. AFP

Örn Almarsson, íslenskur efnafræðingur búsettur í Massachusetts í Bandaríkjunum, er einn þeirra sem vinna nú að mögulegu bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

„Við erum búin að vera að starfa að þróun á svona efnum í nokkur ár hjá Moderna, og þessi ákveðni vírus er mjög nýr, genasamsetning hans var ekki þekkt fyrr en í byrjun þessa árs,“ segir Örn í samtali í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að bandaríska heilbrigðisstofnunin (NIH) hafi hvatt til þess að unnið yrði að bóluefni gegn veirunni með hraði, og fyrirtækið sem Örn starfar hjá, Moderna, hafi tekið það verkefni að sér.

Örn útskýrir að einstakt sé að mál séu unnin með slíku hraði sem í þessu tilviki og segir að þeim hafi tekist að senda nýtt bóluefni til NIH 42 dögum eftir að genaröð vírussins varð þekkt. Hann segir hins vegar að nú sé einungis um að ræða fyrsta stig en heilmikil vinna eigi eftir að eiga sér stað áður en fullbúið bóluefni gegn kórónuvírusnum verður komið á markað. Spurður hvenær búast megi við því að fullbúið bóluefni geti verið komið á markað, ef allt gengur eftir, segist hann halda að það sé eftir um ár.

Spurður um eigin bakgrunn segir Örn að hann hafi lært efnafræði við Háskóla Íslands en flutt síðan til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að leggja stund á framhaldsnám og síðan unnið við lyfjaþróun síðustu 25 árin. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu 30 ár.

Örn Almarsson efnafræðingur.
Örn Almarsson efnafræðingur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »