Eldur í bíl við Olís í Álfheimum

Eldur kom upp í bíl við bensínstöð Olís í Álfheimum …
Eldur kom upp í bíl við bensínstöð Olís í Álfheimum síðdegis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldur kom upp í bíl við bensínstöð Olís í Álfheimum á sjötta tímanum. Einn var í bílnum þegar eldurinn kom upp og tókst ökumanninum að koma sér sjálfur út úr bílnum.

Bíllinn var staðsettur mitt á milli bensínstöðvarinnar og Glæsibæjar og töluverð hætta skapaðist sökum nálægðar við bensínsstöðina. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru eldsupptök ókunn en reykur kom upp í bílnum til að byrja með en hann var alelda þegar slökkviliðið kom á stðainn. 

Bíllinn var við bensínstöð Olís í Álfheimum þegar eldurinn kom …
Bíllinn var við bensínstöð Olís í Álfheimum þegar eldurinn kom upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna á vettvangi tók um klukkutíma. Bíllinn er að öllum líkindum gjörónýtur en eldsupptök eru ekki kunn. 

Þetta er annað útkall slökkviliðsins í dag vegna bílbruna en í morgun kom upp eld­ur í sendi­bif­reið á Miklu­braut. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.

Bíllinn er mikið skemmdur eins og sjá má.
Bíllinn er mikið skemmdur eins og sjá má. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá Olís í Álfheimum í kvöld.
Frá Olís í Álfheimum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon


Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert