Heitavatnslaust til 9

Heitavatnslögn hjá Veitum fór í sundur við Bústaðaveg, rétt við …
Heitavatnslögn hjá Veitum fór í sundur við Bústaðaveg, rétt við Valsheimilið í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðgerðir gengu ekki á þann veg sem vonast var til að því þarf að fara í frekari aðgerðir sem krefjast lengri lokunar á heitu vatni í Vesturbænum. Búist er við að vatn komi á um níuleytið en heitavatnslaust hefur verið í Vesturbænum frá því í gærkvöldi.

Við viðgerð á stofnæð hitaveitu við Valsheimilið í Reykjavík fór lögnin í sundur með þeim afleiðingum að vesturhluti borgarinnar er nú heitavatnslaus. Unnið er að því að setja vatn aftur á eftir öðrum leiðum. 

Bilunin nú tengist stórum leka er varð á svipuðum stað í desember síðastliðnum. Þá var gert við staðbundna skemmd á lögninni en nú er ljóst að sá leki hefur valdið skemmdum á lögninni víðar. Hún verður nú tekin úr rekstri svo ekki verði truflanir á rekstri af hennar völdum aftur, að því er segir á vef Veitna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina