Fjölskyldumyndir nú með íþróttalinsu

Rakel fer á milli heimila og tekur allt frá óhefðbundnum …
Rakel fer á milli heimila og tekur allt frá óhefðbundnum fjölskyldumyndum að portrettmyndum þvert yfir hraðbrautir. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Eins og ljósmyndarar þekkja þarf oft að fara í undarlegar stellingar til þess að ná hinni fullkomnu mynd. Nú þegar öll heimsbyggðin er föst í undarlegum stellingum er því lag að taka hverja fullkomnu myndina á fætur annarri.

Rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari sætir lagi og hefur síðustu daga staðið í vægast sagt óhefðbundnum myndatökum. Í vikunni smellti hún til dæmis íþróttalinsunni á vélina og tók portrettmynd þvert yfir Bústaðaveginn.

Öll verkefni Rakelar þurrkuðust út af borðinu vegna faraldursins. Hún tók því málin í eigin hendur og hefur verið að mynda fólk á heimilum sínum, ýmist í einangrun, sóttkví eða á annan hátt í óvenjulegum aðstæðum.

„Þetta er fyrst og fremst heimildaöflun hjá mér. Mér finnst bara skipta máli að skrásetja þetta ástand,“ segir Rakel. Þó að þetta geti verið skrýtið meðan á myndatökunni stendur segir Rakel að heimildin verði ómetanleg þegar fram líða stundir, enda vægast sagt óeðlilegar aðstæður, að vera innilokaður í fjórtán sólarhringa eða lengur á heimili sínu. Það getur líka verið mikilsvert að halda í erfiðar minningar ef hætta er á ferð vegna sjúkdómsins.

Rakel segir listræna ögrun fólgna í breyttum aðstæðum, enda ýmislegt …
Rakel segir listræna ögrun fólgna í breyttum aðstæðum, enda ýmislegt sem þarf að hugsa upp á nýtt þegar bein samskipti eru óæskileg. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Sumir eru að sögn Rakelar spenntir að vera myndaðir í þessum aðstæðum en aðrir kunna ekki við það, einkum vegna ýmissa aðstæðna til dæmis innan fjölbýlis, þar sem smithræðsla hefur gripið um sig. Hún telur þó að eftir því sem faraldurinn breiðir úr sér verði tabúinu aflétt smám saman og fleiri verði tilbúnir að láta mynda sig.

Sjálf er Rakel með þrjú börn en reynir eftir föngum að bregða sér í verkefni hingað og þangað, og vilji svo verða koma börnin með og telja bangsa á meðan. Þetta er ástríðuverkefni, ákveðin listræn ögrun, þar sem breyttar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð. Hún er með alla anga úti í leit að áhugaverðum verkefnum af þessum toga og þiggur ábendingar fagnandi í netfanginu rakel@rakelosk.com.

View this post on Instagram

Við lifum vægast sagt á óvenjulegum tímum og nú er það fjarlægðin sem sameinar okkur. Vonandi komumst við yfir þetta ástand sem fyrst og lítum þá hverdagsleikann okkar aðeins öðrum augum en áður, með enn meira þakklæti og náungakærleika. Þessi fjölskylda er með COVID-19 og því í einangrun. En þar sem allir eru saman getur þetta líka verið kærkomið tilefni fyrir fjölskyldumyndatöku. Góðan bata öll! These are strange times indeed and now it’s the distance between us that brings us together. Hopefully we’ll get over this soon and possibly then perceiving the little things of everyday life in a different light than before, with even more gratitude and love for our fellow people. This family tested positive for Covid-19 and is therefore is isolation. But with everyone together in the same place for a considerable amount of time this can also be a nice opportunity for a family portrait. Wishing everyone a speedy recovery! #covid19 #coronavirus #isolation #family #familyportrait #everydaylittlethings #thelittlethings

A post shared by Rakel • photographer • Iceland (@rakelphoto) on Mar 23, 2020 at 7:44am PDT

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert