Settur á svartan lista

Bogi Bjarnason fór til Níkaragva til að keppa í frisbígolfi.
Bogi Bjarnason fór til Níkaragva til að keppa í frisbígolfi. Ljósmynd/Morgan Studio Nicaragua

Bogi Bjarnason, blaðamaður og frisbígolfari, var stöðvaður og settur tímabundið á svartan lista í Bandaríkjunum eftir að hann reyndi að fljúga þangað frá Níkaragva síðasta mánudag. Þetta gerðist þrátt fyrir að útreikningar utanríkisráðuneytisins sýndu að Bogi væri kominn fram yfir fjórtán dagana sem fólk þarf að hafa verið utan Schengensvæðisins áður en það kemur til Bandaríkjanna. Bogi ætlaði að fljúga heim til Íslands gegnum Miami og Lundúnir.

Þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins náði tali af Boga fyrir helgina var hann enn í Níkaragva. „Það eru tvær mögulegar leiðir út, báðar á laugardaginn; annars vegar með Aeroméxico til Mexíkóborgar og þaðan til Amsterdam og hins vegar með þýsku borgaraflugi til Frankfurt. Á þessari stundu veit ég ekki hvort af þessum ferðum verður. Sendiráðið tjáir mér síðan að einu flugin sem eru enn í boði til Íslands séu frá Lundúnum, þannig að þangað þarf ég að koma mér hvort sem er frá Amsterdam eða Frankfurt. Í Hollandi á ég alla vega systur sem ég get gist hjá en í Frankfurt ekki neitt. “

Þrátt fyrir þessar hremmingar var nokkuð létt yfir Boga þegar blaðamaður hafði samband til að fylgja viðtali, í Sunnudagsblaðinu um síðustu helgi, eftir. „Það verður að fá botn í þennan „cliffhanger“,“ svaraði hann sposkur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert