Gæsirnar hlýða Víði

Ljósmynd/Erna Lúðvíksdóttir

Hópar gæsa sem lesendur mbl.is gengu fram á í Garðabæ og víðar virtust hafa tekið til sín fyrirmæli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns um að hafa tveggja metra bil á milli sín.

Gæsirnar höfðu gott bil á milli þar sem þær vöppuðu um og gættu að fjarlægðarreglum almannavarna. Svo virtist sem þær sinntu félagsforðun (e. social distancing) rétt eins og við mannfólkið á tímum kórónuveirunnar.

Gæsirnar hlýða Víði og virða tveggja metra fjarlægðarregluna.
Gæsirnar hlýða Víði og virða tveggja metra fjarlægðarregluna. Ljósmynd/Aðsend

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir í samtali við mbl.is að líklega sé um tilviljun að ræða en þó sé rétt að taka gæsirnar sér til fyrirmyndar. Það er því líklegast ekki um COVID-19-hræddar gæsir að ræða. 

„Sennilega hefur þessi dreifing eitthvað með ætið að gera, þær vilja ekki troða hver annarri um tær,“ segir Jóhann. 

Jóhann segir þær grágæsir af innnesjastofninum. Þær haldi sig þar sem gefið sé á veturna eða sæki í grasflatir þegar autt er.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert