Landspítalinn vottar samúð sína

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Hjörtur

Landspítalinn hefur staðfest að einn sjúklingur hafi látist á síðasta sólarhring af völdum COVID-19 og vottar spítalinn fjölskyldu hans samúð sína.

Greint var frá því í gær að karlmaður á sjötugsaldri hefði látist af völdum veirunnar á Landspítalanum. 

Hinn látni, Sig­urður Sverrisson, er fjórði ein­stak­ling­ur­inn sem deyr af völd­um kór­ónu­veirunn­ar á Land­spít­al­an­um en Ástr­ali lést á sjúkra­hús­inu á Húsa­vík.

mbl.is