Aðeins tvö ný smit

Heild­ar­fjöldi staðfestra smita er nú 1.773.
Heild­ar­fjöldi staðfestra smita er nú 1.773. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins greindust tvö ný smit kórónuveirunnar á Íslandi síðasta sólarhring, eitt á veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og eitt hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Alls var 381 sýni tek­ið und­an­far­inn sól­ar­hring, 96 hjá veiru­fræðideild og 285 hjá ÍE. Hafa því alls verið tek­in 42.762 sýni.

Heild­ar­fjöldi staðfestra smita er nú 1.773, en þar af hafa 1.362 náð bata og níu lát­ist. Eru virk smit því 402. 28 liggja á sjúkra­húsi vegna kór­ónu­veirunn­ar, þar af fjórir á gjör­gæslu.

mbl.is