Á áttunda hundrað sagt upp hjá 15 fyrirtækjum

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Ljósmynd/Lögreglan

Á milli sjö og átta hundruð manns misstu vinnuna í hópuppsögnum 15 fyrirtækja í dag. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is.

Fréttir af hópuppsögnum hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu hafa hrannast inn í dag og í gær. Meðal fyrirtækja sem hafa sagt upp stórum hluta starfsfólk, eða jafnvel öllu starfsfólki sínu, eru Arctic Adventures, Hótel Saga, Gray Line og Kynnisferðir, svo ekki sé minnst á Icelandair sem sagði upp 2.000 starfsmönnum í gær.

Mánaðamót eru þó enn ekki runnin upp og samkvæmt heimildum mbl.is skoða fleiri fyrirtæki að grípa til hópuppsagna.

„Við getum alls ekki útilokað að það berist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir á morgun,“ segir Unnur í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina