Flugið í gang síðsumars

Mörgum þotum Icelandair hefur verið lagt á Keflavíkurflugvelli.
Mörgum þotum Icelandair hefur verið lagt á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir markaði í Mið-Evrópu og á Norðurlöndum kunna að opnast á næstu mánuðum. „Við horfum ekki síst til ferðamanna sem eiga bókaðar ferðir til Íslands í lok ágúst og í haust og hafa ekki afbókað,“ segir Jóhannes Þór.

Tilefnið er að kórónuveirusmitum fer mjög fækkandi í mörgum ríkjum Evrópu. Faraldurinn er til dæmis mikið til genginn niður í Eystrasaltsríkjunum og í Slóveníu og Slóvakíu.

Þá eru Norðurlandaþjóðirnar farnar að sjá til lands, að minnsta kosti hvað fyrstu bylgju faraldursins varðar, og Færeyingar svo gott sem búnir að kveðja veiruna í bili.

Í þessu efni má rifja upp að samkvæmt opinberum gögnum fór veiran að breiðast um Evrópu í mars. Nú eru því liðnir um tveir mánuðir en til samanburðar hefst ferðamánuðurinn ágúst eftir þrjá mánuði. Hefur hann ásamt september verið íslenskri ferðaþjónustu drjúgur síðustu ár. Á hinn bóginn er útlit fyrir að Bandaríkin og Bretland verði þá enn lokuð vegna veirunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert