Vonast eftir ákvörðun um framhaldið í næstu viku

Helgi segir að nú sé það verkefni byggingarsérfræðinga borgarinnar að …
Helgi segir að nú sé það verkefni byggingarsérfræðinga borgarinnar að fara yfir ábendingar skólasamfélagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farið var yfir mál Fossvogsskóla á fundi borgarstjóra, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, formanns skóla- og frístundaráðs og skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg í dag.

Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs, segir að um hafi verið að ræða vinnufund þar sem farið var yfir mál skólans og hugsanleg næstu skref, auk þess sem fjallað var um ábendingar sem komið hafa frá foreldrum og starfsfólki skólans.

Hann segir að nú sé það verkefni byggingarsérfræðinga borgarinnar að fara yfir ábendingar skólasamfélagsins. 

Í næstu viku vonandi komumst við að því hvernig verður haldið áfram málum. Verkinu er ekki lokið. Þakglugginn er eftir og glugginn í Vesturlandi og svo eðlilega skoðum við ábendingar frá skólasamfélaginu í Fossvogsskóla um áframhald. Okkar sérfræðingar í byggingarmálum eru að fara yfir listann og bera saman við það sem þegar hefur verið gert. Í næstu viku liggja vonandi fyrir skýrari áform um hvernig málum verður haldið áfram.

mbl.is