Fækka bíósætunum niður í 200

Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá Sambíóunum.
Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá Sambíóunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir fyrirhugaðar breytingar á stóra bíósalnum í Bíóhöllinni í Álfabakka verða þar 60% færri sæti en voru í honum eftir að bíóið var opnað fyrst árið 1982. Upphaflega voru 517 sæti í salnum en eftir breytingarnar verða þau 200 talsins.

Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vegna kórónuveirunnar hafi þurft að fresta breytingum á bíósölunum í Álfabakka, en hann vonast til að þeim verði lokið næsta sumar. „Við munum eftir þessar breytingar bjóða upp á flottari sali og meiri þægindi fyrir gesti.“

Öllum Sambíóunum var lokað vegna samkomubannsins sem sett var á vegna kórónuveirunnar, en nú hafa Sambíóin í Álfabakka verið opnuð aftur. Árni segir að búið sé að fresta fjölda stórmynda sem sýna átti nú í vor, og óvíst sé hvenær fyrsta nýja stórmyndin komi í bíó. „Við stefnum á að sýna fyrstu nýju stórmyndirnar síðsumars. Það verður boðið upp á leikna útgáfu af Mulan og svo stórmynd Christopher Nolan, Tenet. Svo koma myndirnar í bunum og í haust opnast allar flóðgáttir.“

Í samtalinu ræðir Árni einnig um setu sína í stjórn risafyrirtækisins Cineworld, sem einnig hefur orðið fyrir miklum áhrifum af kórónuveirunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert