Fjölmiðlar meðal þeirra sem þiggja hlutabætur

Sýn er á meðal þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina.
Sýn er á meðal þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina. Haraldur Jónasson/Hari

Þrátt fyrir að mikilvægi fjölmiðla hafi aukist í kringum heimsfaraldur kórónuveiru hafa allavega fjögur fjölmiðlafyrirtæki nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda sem felst í því að starfshlutfall starfsfólks er minnkað og Vinnumálastofnun greiðir hluta launa. 

Á lista Vinnumálastofnunar sem birtur var í gær voru þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótaleiðina fyrir sex starfsmenn sína eða fleiri talin upp. Fjölmiðlafyrirtæki sem gætu hafa nýtt sér leiðina fyrir færri en sex starfsmenn eru því ekki á listanum.

Fyrirtækin fjögur eru Viðskiptablaðið, Sýn og Birtíngur útgáfufélag og Landsprent, dótturfélag Árvakurs. Sýn rekur meðal annars fréttastofu Vísis, Stöðvar tvö og Bylgjunnar en Birtíngur gefur út tímarit, til dæmis Mannlíf, Vikuna og Gestgjafann. 

Þrátt fyrir aukið mikilvægi hafa fjölmiðlar orðið fyrir talsverðu tekjutapi að undanförnu og hyggst rík­is­stjórn­in styðja við rekst­ur einka­rek­inna fjöl­miðla með 350 millj­óna króna fram­lagi vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarn­ir hafa orðið fyr­ir sam­hliða minnk­andi um­svif­um í hag­kerf­inu.

Áður hafði menntamálaráðherra lagt fram frumvarp sem fól í sér stuðning til fjölmiðla upp á 400 milljónir en ef fram fer sem horf­ir fara 350 af þeim 400 millj­ón­um sem gert var ráð fyr­ir að nota í fyr­ir­hugað fjöl­miðlafrum­varp í staðinn í ein­greiðslu til fjöl­miðla vegna heims­far­ald­urs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert