70% listamanna hafa enga lausn fengið

Forseti Bandalags íslenskra listamanna hefur sent velferðarnefnd Alþingis minnisblað vegna Vinnumálastofnunar og aðgengis listamanna að úrræðum hennar. 

Fram kemur í minnisblaðinu að listamenn „hiksta“ í kerfi Vinnumálastofnunar og að BÍL hafi brugðist við með því að safna upplýsingum frá aðildarfélögum sínum um hvers eðlis vandinn væri, það er að segja af hverju umsóknir stöðvast. 

Þá hefur BÍL einnig sent erindi til Vinnumálastofnunar og óskað eftir upplýsingum, en samkvæmt minnisblaðinu hefur ekkert svar brotist frá stofnuninni. 

Könnun sem gerð var af BÍL leiddi í ljós að 70% þeirra listamanna sem hafa sótt eftir aðstoð til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið lausn sinna mála mörgum vikum síðar og vinnumálastofnun hefur ekki gefið nein svör við vandræðum við afgreiðslu umsókna, eftir því sem fram kemur í minnisblaðinu. Fram kemur að af greiningu og samtökum BÍL megi ætla að flækjustig starfsumhverfisins vefjist fyrir ferlum stofnunarinnar. 

Í minnisblaðinu eru farið yfir nokkrar hindranir sem listamenn reka sig á, meðal annars að reiknimódel Vinnumálastofnunar búi til skekkju í rauntekjum. 

Þá segir að vandamálið sé greinileg að Vinnumálastofnun standist ekki áhlaupið. „70% hópsins hefur ekki fengið lausn og það er svakalegt hlutfall, tilfærslur á greinamerkjum innan lagasetningar breyta ekki því vandamæli. Skynsamlegast væri á þessum tímapunkti að koma á tímabundnu eingreiðslukerfi til að stytta röðina,“ segir í minnisblaðinu. „Við þessar fordæmalausu aðstæður þarf að greiða fyrst og reikna svo.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert