Skrásetja nýyrði á tímum kórónuveirunnar

Ýmis ný orð hafa orðið til á tímum kórónuveirunnar, til …
Ýmis ný orð hafa orðið til á tímum kórónuveirunnar, til að mynda sóttkvíði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt að sjá fyrir hvort nýyrðið nái að festa rætur í málinu. Sum verða samstundis á allra vörum,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, ritstjóri nýyrðavefs Árnastofnunar.

Talsvert hefur orðið til af nýjum orðum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum og mörg þeirra hafa verið birt á nýyrðavefnum. Meðal þeirra eru nálægðartakmörkun, kóviti, fjarsamvera, skjáumst og sóttkvíði.

Ágústa segir að kórónuveirufaraldurinn sé ekki eina dæmið þar sem stór mál í samfélaginu geta af sér nýyrði. Klausturmálið hafi til að mynda leitt af sér nokkur slík, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert