„Mjög góður dagur“ í Karphúsinu

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir virkt samtal vera í gangi og …
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir virkt samtal vera í gangi og að næsti fundur verði á þriðjudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk núna um sjöleytið í kvöld. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir fundinn hafa gengið vel og dagurinn hafi heilt yfir verið góður.

Fundurinn hófst klukkan 13 í dag og honum átti að ljúka klukkan 15. „Þetta var mjög góður dagur og mjög virkt samtal og við förum núna inn í þessa hvítasunnuhelgi og hittumst aftur á þriðjudaginn,“ sagði Aðalsteinn í samtali við mbl.is.

Næsti fundur í kjaradeilunni hefst klukkan 14 á þriðjudaginn. Báðar samninganefndir hafa ákveðið að tjá sig ekki um gang viðræðnanna við fjölmiðla.

mbl.is