Engin óhöpp í umferðinni

Mikill fjöldi Reykvíkinga brá sér af bæ umhelgina, eigi allfáir …
Mikill fjöldi Reykvíkinga brá sér af bæ umhelgina, eigi allfáir norður, þar sem spáð var bestu veðri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Töluverð umferð var inn til Reykjavíkur í gær og þyngdist eftir því sem leið á daginn. Að sögn lögreglu gekk hún þó smurt fyrir sig og kom ekkert teljandi upp á.

Um er að ræða fyrstu ferðahelgi í langan tíma, enda fyrsta langa helgi eftir að helstu takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var létt.

Landsmenn flykktust að nokkru marki norður í land, þar sem spáð var bestu veðri. Á tjaldstæðinu á Húsavík voru hjólhýsin allsráðandi en minna um tjöld. Þegar umferðin fór að þyngjast norður í land á föstudaginn sagði lögregluþjónn á Norðurlandi vestra við mbl.is að merkja mætti mjög aukinn fjölda húsvagna í eftirdragi en síðustu helgar. Ferðasumarið væri byrjað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert