Guðni með rúmlega 90% fylgi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með 90,4% fylgi fyrir forsetakosningarnar. Guðmundur Franklín Jónsson er með 9,6% en nýtur mests stuðnings meðal eldri kjósenda og stuðningsmanna Miðflokksins.

Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fullyrt er að Guðni sé með yfirburðafylgi á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson, nánast hvernig sem fylgi frambjóðenda sé greint.

Mest fylgi hjá Miðflokknum

86% karla ætli sér þannig að kjósa Guðna en 14% Guðmund Franklín. 95% kvenna ætli að kjósa Guðna en 5% Guðmund.

Mests stuðnings nýtur Guðmundur hjá kjósendum Miðflokksins. Meirihluti þeirra, 55% styður Guðmund Franklín en 45% Guðna.

mbl.is