Morgunblaðið gefur út fjögur ferðablöð

Forsíða fyrsta ferðablaðs Morgunblaðsins.
Forsíða fyrsta ferðablaðs Morgunblaðsins.

Í dag fylgir glæsilegt Ferðablað með Morgunblaðinu og er þema blaðsins Vesturland. Næstu þrjá miðvikudaga verða hinir landshlutarnir teknir fyrir.

Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is hefur umsjón með Ferðablöðum Morgunblaðsins. Hún segir að blöðin séu gefin út til að koma til móts við lesendur sem þyrsti í upplýsingar um hvað Ísland hefur upp á að bjóða.

„Sumarfrí landsmanna eru fram undan og skortir marga hugmyndir um hvert skal halda. Við ákváðum að skipta landinu upp í fjóra hluta og taka einn hluta fyrir í hverju blaði. Í Ferðablöðunum verða viðtöl við fólk sem elskar Ísland og getur deilt ferðaráðum með okkur hinum. Við tökum fyrir hótel, veitingastaði og upplifanir sem enginn má missa af. Í blaðinu í dag er viðtal við Flosa Þorgeirsson leiðsögumann og rokkstjörnu í HAM. Hann segist vera löngu hættur að nenna að fara með leiðinlegt fólk í dagsferðir frá Reykjavík og segir að þetta fólk hafi frekar vilja finna góða staði til að taka sjálfur í stað þess að fræðast um land og þjóð,“ segir Marta María.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »