Eldsvoði í íbúðarhúsnæði við Vesturgötu

Mikill eldur er kominn upp í íbúðahúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva eldinn.

Um mikinn eld að ræða og er unnið hörðum höndum að því að slökkva eldinn, og hefur því aðliggjandi götum á svæðinu verið lokað. Þá hefur lögreglan vísað fólki frá vettvangi.

Eldsvoði við Bræðraborgarstíg.
Eldsvoði við Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppfært kl 15:43: Samkvæmt blaðamanni mbl.is á vettvangi hafa allavega tveir einstaklingar verið handteknir á vettvangi af sérsveit ríkislögreglustjóra. Mikinn reyk leggur frá húsinu, en hann er að miklu leyti orðinn hvítur núna, en var áður mun dekkri. Þá eru eldtungur út um glugga á húsinu.

Uppfært kl: 16:08 mbl.is ræddi við Ragnar Heiðar Harðarson, hjá Rakarastofu Ragnars, sem er gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. Hann segir að björgunaraðilar hafi verið að veita hjartahnoð á vettvangi og að tveir aðilar hafi stokkið út um glugga hússins.

Uppfært kl 16:14: Á tíma virtist slökkviliðið vera að ná tökum á eldinum og voru eldtungur frá húsinu ekki lengur sjáanlegar. Samkvæmt blaðamanni á vettvangi hefur eldurinn hins vegar aftur tekið sig nokkuð upp og teygja eldtungur sig nú aftur út um glugga hússins.

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild eftir eldsvoðann að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir.

Eldur í íbúðahúsnæði á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu
Eldur í íbúðahúsnæði á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu mbl.is/Ásdís
Eldur í íbúðahúsnæði á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu
Eldur í íbúðahúsnæði á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu mbl.is/Þorgerður
Lögreglan hefur lokað nærliggjandi götum.
Lögreglan hefur lokað nærliggjandi götum. mbl.is/Ásdís
Lögreglan hefur lokað nærliggjandi götum.
Lögreglan hefur lokað nærliggjandi götum.
mbl.is