Ætlað samþykki fellt brott

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp heilbrigðisráðherra um persónuvernd og vinnslu heilbrigðisupplýsinga var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingarnar eru til komnar vegna laga og persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi árið 2018 og byggjast á persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR).

Með lögunum er lögfest heimild ýmissa heilbrigðisstofnana, svo sem lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis til vinnslu á persónuupplýsingum en jafnframt kveðið á um skyldu þeirra til að uppfylla skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þá er ætlað samþykki sjúklings fyrir vinnslu á persónuupplýsingum fellt úr lögum um lífsýnasöfnun og söfnun heilbrigðisupplýsinga. Er það í samræmi við persónuverndarreglugerð ESB um að samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga eigi að vera veitt með skýrri staðfestinfu hins skráða og að þögn eða aðgerðarleysi feli ekki í sér samþykki.

Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert