Slökkvibúnaðurinn kominn í leitirnar

Eldvarnagallinn var í sérstakri eldgallatösku líkt og þessari.
Eldvarnagallinn var í sérstakri eldgallatösku líkt og þessari. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvibúnaðartaska sem stolið var úr bifreið slökkviliðsmanns slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í gær er komin í leitirnar.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á málinu í færslu á Facebook í gær og sagði verknaðinn algjörlega óskiljanlegan þar sem í töskunni væri allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, t.d. eldvarnagalli, sem væri lífsnauðsynlegur í brunaútköll.

Slökkviliðið greinir frá því í nýrri færslu að tveir félagar þeirra úr lögreglunni hafi komið með töskuna í Skógarhlíð í gær eftir að þeim hafði borist ábending um hvar hana væri að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert