Þeim fjölgar aftur sem óttast smit

Leiða má líkum að því að fyrstu innanlandssmit í tvo …
Leiða má líkum að því að fyrstu innanlandssmit í tvo mánuði, hugsanlegt hópsmit Íslendinga og fjöldi fólks í sóttkví um þessar mundir hafi áhrif á áhyggjur fólks af því að smitast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeim fjölgar milli vikna sem hafa áhyggjur af því að smitast af kórónuveirunni samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup, og jafnframt þeim sem hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum áhrifum COVID-19 á Ísland.

Þá fjölgar þeim sem telja aðeins of lítið gert úr heilsufarslegri hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum milli vikna.

Þannig fjölgar þeim úr 2,4% í 3,3% milli vikna sem óttast mjög mikið að smitast af kórónuveirunni og úr 13,4% í 16,2% sem óttast það frekar mikið. Þeim sem hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum COVID-19 fjölgar úr 30,2% í 37,9 milli vikna.

Gallup hefur tekið púlsinn á þjóðinni síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Þannig má sjá hvernig þeim fór fjölgandi sem höfðu áhyggjur af því að smitast í upphafi faraldurs, en um leið og tökum hafði verið náð og smitum fór fækkandi um og eftir miðjan apríl fækkaði þeim jafnhliða sem óttuðust að smitast, auk þess sem þeim fór að fækka sem breytt höfðu venjum sínum vegna faraldursins.

Leiða má líkur að því að fyrstu innanlandssmit í tvo mánuði, hugsanlegt hópsmit Íslendinga og fjöldi fólks í sóttkví um þessar mundir hafi áhrif á áhyggjur fólks af því að smitast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert