Strætó og sendibíll skullu saman

Bílarnir rákust saman á sjötta tímanum í dag.
Bílarnir rákust saman á sjötta tímanum í dag. mbl.is/Þorgeir

Strætisvagn og sendiferðabíll skullu saman á sjötta tímanum á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Biskupstungnabrautar undir Ingólfsfjalli. Engin meiðsl urðu á fólki.

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leið 51 milli Selfoss og Reykjavíkur. Framljós vagnsins brotnaði og tafðist hann um hálftíma en bíða þurfti eftir því að lögregla kæmi á vettvang. Að svo búnu gat vagninn haldið ferð sinni áfram, en þegar komið var í Mjódd í Reykjavík var vagninum skipt út. Sendibíllinn fór þó verr út úr árekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert