Ferðaþjónustan í Eyjum andar léttar

Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima í Vestmanneyjum, segir að það sé mikill léttir fyrir ferðaþjónustuna í Vestmanneyjum að verkfalli Sjómannafélag Íslands hafi verið aflýst. „Þetta horfði skelfilega við okkur,“ segir Kristín í samtali við mbl.is, en hún segir að fyrir hvern dag í verkfalli yrði Eldheimum af tekjum upp á minnst hálfa milljón.

Í síðustu viku skrifaði Kristín grein í Eyjafréttir, þar sem hún sagði verkfallsaðgerðir lami samfélagið á tímum þegar það hefur þegar hlotið högg af völdum kórónuveirunnar.

„Ég er á sama báti og þau,“ segir Kristín. „Ég er á ágætis tekjum og gæti hugsað mér að hafa þær hærri miðað við það sem ég skila til samfélagsins, en þetta er ekki réttur tími til að biðja um svoleiðis.“

Funduðu með starfsfólki Herjólfs

Kristín kveðst þakklát starfsfólki Herjólfs fyrir að aflýsa verkfallinu, því ferðamannatímabilið er stutt í Vestmanneyjum og það sé mikilvægt að það nýtist vel í ár. Hún segir að fulltrúar starfsfólks Herjólfs hafi fundarð með hagsmunaaðilum úr ferðaþjónustunni um helgina, og að þar hafi farið fram gott samtal um reyna að nýta sumarið sem best.

„Það er svo margt sem hangir á þessu. Það eru ekki bara veitingastaðirnir og hótelin, heldur þetta er líka innkona í verslanir og flest annað.“

Hún segir þó að það hafi farið fram úr björtustu vonum hversu margir gestir hafa komið til Vestmanneyja, bæði íslendingar og erlendir ferðamenn.

Kristín Jóhannsdóttir
Kristín Jóhannsdóttir Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert