Músíktilraunum aflýst

Músiktilraunir falla niður í ár.
Músiktilraunir falla niður í ár. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Músíktilraunum 2020 hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta í annað skiptið í sögu Músíktilrauna, sem ná aftur til ársins 1982, sem keppnin fellur niður.

Í tilkynningu kemur fram að vonir standi til að Músíktilraunir verði á sínum stað á vordögum og komi bara enn sterkari til leiks inn í tónlistarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni.

Áður hafði Músíktilraunum verið frestað í vor vegna kórónuveirunnar.

mbl.is