Þriðja útskrift Keilis á árinu

Pétur Arnar Úlfarsson var dúx Háskólabrúar með 9,74 í meðaleinkunn.
Pétur Arnar Úlfarsson var dúx Háskólabrúar með 9,74 í meðaleinkunn. Ljósmynd/Aðsend

42 nemendur brautskráðust frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst. Vegna samkomutakmarkana var athöfnin send út í beinu streymi. 

Alls brautskráðust 21 nemendur af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar. 186 nemendur hafa lokið Háskólabrúnni á þessu ári og alls 2.000 nemendur frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008. Dúx Háskólabrúar var Pétur Arnar Úlfarsson sem brautskráðist með 9,74 í meðaleinkunn, en það er hæsta meðaleinkunn í sögu Háskólabrúar Keilis. 

Þá brautskráðust 21 nemendur sem ÍAK einkaþjálfarar frá Íþróttaakademíu Keilis, en alls hafa 668 nemendur lokið einkaþjálfaranámi frá skólanum. 

Wiktoria Marika Borowska fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, en hún brautskráðist með 8,83 í meðaleinkunn, sem er hæsta meðaleinkunn í sögu námsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka