„Ég er bara farin heim til mín“

„Það þýðir til dæmis að ég er ekki að fara …
„Það þýðir til dæmis að ég er ekki að fara norður í land á morgun að opna veg, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisstjórnin fékk að vita í morgun að stærstur hluti hennar teldist til ytri hrings hugsanlegs smithóps í tengslum við Hótel Rangá, þar sem ríkisstjórnin snæddi hádegisverð síðastliðinn þriðjudag.

Ríflega helmingur þeirra tíu smita sem greindust innanlands í gær tengist hótelinu, en níu af ellefu ráðherrum þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sæta smitgát þess á milli.

„Þetta er semsagt verklag sem er viðhaft fyrir framlínufólk. Þá er þetta bara þannig að við förum í skimun, síðan förum við í smitgát sem felst í því að við hittum bara sem fæsta. Ég er bara farin heim til mín núna. Og förum svo í aðra skimun á mánudag,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

„Það þýðir til dæmis að ég er ekki að fara norður í land á morgun að opna veg, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín. „Ég er búin að aflýsa öllu og ég reikna nú með því að allir ráðherrar séu með hlaðna dagskrá. Þetta er bara partur af prógramminu.“

mbl.is