Vilja tryggja bóluefni fyrir viðkvæma hópa

Kjartan segir að ekki sé vitað hvenær bóluefnið verði tilbúið.
Kjartan segir að ekki sé vitað hvenær bóluefnið verði tilbúið. mbl.is/Hari

Heilbrigðisyfirvöld leitast við að tryggja viðkvæmum hópum aðgang að bóluefni sem fyrst, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Enn er óvíst hvenær bóluefni verði tilbúið en sænsk stjórn­völd munu hafa milli­göngu um sölu á bólu­efni til Íslands gegn­um sam­starfs­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Við erum komin í samstarf við þessar þjóðir til að tryggja okkur aðgang að bóluefni og það yrði þá fyrir þá hópa sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, eru aldraðir og eru heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landæknis.

„Þetta er fólkið sem við viljum koma bóluefninu til sem fyrst. Um leið og það er tilbúið, hvenær svo sem það verður.“

Kjartan segir að ekki sé vitað hvenær bóluefnið verði tilbúið og getur hann sömuleiðis ekki sagt til um það hversu mörgum skömmtum íslensk stjórnvöld sækjast eftir. „Ég er ekkert viss um að það liggi endilega fyrir akkúrat núna.“

Ekki náðist í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert