Tengist smitum á Hótel Rangá

Smitin tengjast hópsmiti sem varð á Hótel Rangá.
Smitin tengjast hópsmiti sem varð á Hótel Rangá.

Smit starfsmanns við Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla tengist hópsmiti sem nýlega greindist á Hótel Rangá, samkvæmt heimildum mbl.is. Starfsmenn skólanna beggja hafa verið sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits starfsmannsins.

Skólayfirvöld hafa í samráði við smitrakningateymni almannavarna og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs ákveðið að loka Hvassaleitisskóla tímabundið til og með 2. september.

Skólasetningu hefur því verið frestað hjá þremur grunnskólum vegna veirusmita; Álftamýrarskóla, Hvassaleitisskóla og Barnaskóla Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert