Málið gegn Jóni Baldvini þingfest 16. september

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Dómsmál gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 16. september, eða á miðvikudaginn í næstu viku. 

Þetta staðfestir héraðsdómur við mbl.is en þinghaldið verður lokað.

Jón Baldvin upplýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu að lögmanni sínum hafi borist ákæra frá saksóknara vegna meints kynferðisbrots á heimili sínu gagnvart gestkomandi konu.

mbl.is óskaði eftir því að fá afhenta ákæruna á hendur Jóni. Í svari héraðsdóms kemur fram að ákærur eru ekki afhentar fyrr en að lokinni þingfestingu.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur
mbl.is