Bæti skilyrði og stöðu neytenda

Samkomulagið lýtur að því að gera gangskör í því að …
Samkomulagið lýtur að því að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samráðshópur um betri merkingar á matvælum hefur skilað tillögum til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í þeim felast meðal annars leiðir til að bæta skilyrði og stöðu neytenda til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun varðandi uppruna matvæla, auka ráðgjöf og bæta leiðbeiningar varðandi notkun þjóðfána á matvælum og að stjórnvöld stuðli að því að hægt verði að nota nýjar tæknilausnir til að geta stóraukið upplýsingagjöf til neytenda.

Samráðshópurinn er liður í samkomulagi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu, Félagi atvinnurekenda, og Samtaka iðnaðarins sem undirritað var í febrúar 2019. Samkomulagið lýtur að því að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. 

Nánar hér. 

mbl.is