Hertra aðgerða ekki þörf

Borgarleikhúsið ýtti úr vör nýju leikári með frumsýningu Oleönnu um …
Borgarleikhúsið ýtti úr vör nýju leikári með frumsýningu Oleönnu um helgina. Salurinn var þó ekki fullskipaður sökum fjöldatakmarkana. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að framlengja lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu til 27. september. Svandís staðfesti tillöguna athugasemdalaust.

Á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag, mun hún leggja fram minnisblað til upplýsingar fyrir ríkisstjórnina. „Þetta er ekki af slíku umfangi að það komi nokkrum á óvart að við erum í raun bara að framlengja aðgerðir,“ segir Svandís í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hún segist ekki telja þörf á harðari aðgerðum sem stendur vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Um leið brýnum við það fyrir öllum að beita þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum, þvo hendur og spritta, gæta að fjarlægð, vinna í fjarvinnu, þeir sem það geta, og reyna aðeins að draga úr mannamótum. Ég held að það sé verkefnið á meðan við reynum að ná utan um þetta,“ segir ráðherrann.

Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudag fyrstu sýningu vetrarins, leikritið Oleönnu, og segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri að frumsýningin hafi gengið vel. Alls voru sýndar þrjár sýningar um helgina en boðið var upp á grímur endurgjaldslaust á laugardag og sunnudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »