Gætu tekið metfjölda veirusýna í dag

Biðröð við sýnatöku.
Biðröð við sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef vel bókast í nýja tíma á Heilsuveru gæti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tekið um 5.000 sýni í dag.

Útlit er fyrir langan vinnudag hjá „góðum hópi fólks“ sem hefur sýnatökur nú klukkan átta í morgunsárið og vinnur fram á kvöld ef þess gerist þörf þó vonandi náist að klára alla sýnatökuna á 8-10 tímum. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Mmorgunblaðinu í dag.

Mest hafa um 4.000 sýni verið tekin á landsvísu á einum degi í faraldrinum, en það var 17. september síðastliðinn þegar 75 smit greindust í kjölfarið. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tekur gjarnan 2-3 þúsund sýni daglega en ákvörðun um að bæta við tímum á Heilsuveru var tekin í gær og mun heilsugæslan geta tekið 2.000 fleiri sýni en vant er í dag, eða allt að 5.000 sýni alls.

Ástæðan fyrir því að gefið er í við sýnatökuna er mikill fjöldi smita sem hafa greinst í samfélaginu undanfarið og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fengið ábendingar um að fólk hafi ekki komist að í skimun, þrátt fyrir að það sé með einkenni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »