Færð í sýnatöku af lögreglu

AFP

Lögreglan hafði afskipti af pari í annarlegu ástandi í Kópavoginum síðdegis í gær.
Konan er grunuð um brot á skyldu til að fara í sóttkví. Lögreglan fór með konuna í sýnatöku og flutti hana síðan á þann stað sem hún dvelur á.

Tilkynnt var til lögreglu um ofurölvi mann í Kópavoginum í nótt.  Við afskipti lögreglu gat maðurinn ekki gefið upp nafn eða kennitölu og var hann því vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Bifreið var stöðvuð á Álftanesvegi af lögreglu í nótt eftir að henni var ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og notaði ekki öryggisbelti við aksturinn. 

mbl.is