Óþægilegt fyrir geirann

Kona notar síma sinn við merki Huawei í Peking.
Kona notar síma sinn við merki Huawei í Peking. AFP

Tvö íslensk fjarskiptafyrirtæki nota tækni frá Huawei í sínum fjarskiptakerfum, einkum í tengslum við uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Talsmenn þeirra segja málefni Huawei óþægileg fyrir fjarskiptageirann.

Fyrirtækið standi mjög framarlega í tækninni en pólitíkin flæki málið. Sænsk yfirvöld hafa alfarið sett Huawei stólinn fyrir dyrnar og sænskum fyrirtækjum hefur verið gert að fjarlægja tækjabúnað frá fyrirtækinu fyrir árið 2025.

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn, segir það nýtt að Svíar taki svo róttækar ákvarðanir. Sýn hefur staðið í prófunum á 5G-tækni og þar hefur verið notast við búnað frá Huawei, en óljóst er hvort svo verði áfram þegar prófanir eru lengra komnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Stefna á hraða uppbyggingu

Nova hefur þegar tekið 5G-senda í notkun, með tækni frá Huawei. Forstjórinn Margrét Tryggvadóttir segir að fyrirtækið stefni á hraða uppbyggingu kerfisins. „Ennþá hefur ekkert komið fram um óeðlilega eða óviðunandi veikleika og því miður virðist umræðan ákaflega pólitísk. Öryggið er ávallt í fyrirrúmi hjá Nova. Það er sjálfsagt að það eigi sér stað umræða um þessi mál en hún ætti að fara fram á faglegum grunni frekar en eingöngu pólitískum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »