Erfitt að meta hvort hrinunni sé að ljúka

Djúpavatn við Vigdísarvallaveg. Vatnið er skammt vestan af Kleifarvatni og …
Djúpavatn við Vigdísarvallaveg. Vatnið er skammt vestan af Kleifarvatni og skammt frá upptökum stóra skjálftans. mbl.is/Þorsteinn

Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið með minna móti síðasta sólarhringinn. Upp úr klukkan 9 í morgun mældist skjálfti upp á 2,6. Erfitt er að meta hvort að þessari hrinu sem mest hefur verið bundin við svæði vestan við Kleifarvatn sé að ljúka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Þar segir einnig, að nú sé fylgst náið með því hvort virknin færist austar til Brennisteinsfjalla, en sagan beri slíkt með sér.

„Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Þessi virkni, sem samanstendur af bæði jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, getur verið löng og kaflaskipt. Miðpunktur virkninnar getur færst á milli svæða á skaganum, en eftir Reykjanesskaganum og Reykjaneshrygg liggja flekaskil og ganga eldstöðvakerfin, Eldey, Reykjanes, Svartsengi og Krýsuvík þvert á þessi skil,“ segir í tilkynningunni. 

Íslands og almannavarnadeild munu halda áfram að fylgjast náið með þróun mála.

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka