Úrslitin á heimsleikunum í beinni

Mun Katrín Tanja ná að halda í 2. sætið?
Mun Katrín Tanja ná að halda í 2. sætið? Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Síðasta viðureignin á heimsleikunum í crossfit fer fram klukkan tíu í kvöld. Fyrir lokaviðureignina er Katrín Tanja Davíðsdóttir í öðru sæti og á enga möguleika á að komast í fyrsta sætið. Hin ástralska Tia Clair Toomey er í fyrsta sæti og hefur í raun unnið leikana í fjórða sinn.

Mikil spenna ríkir um annað og þriðja sætið en mjótt er á munum milli Katrínar Tönju og Haley Adams.

Í þessari viðureign þurfa keppendur að ljúka eftirfarandi:

Hlaupa 1 mílu í þyngingarvesti

100 handstöðupressum

200 hnébeygjum á öðrum fæti

300 upphífingum

Hlaupa 1 mílu í þyngingarvesti

Hægt er að horfa á lokaviðureignina í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

mbl.is