Segir Viljann ekki á leið í gjaldþrot

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á útgáfufélagi Viljans hafa borist enda þótt hún virðist komin á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands 12. nóvember. 

Þetta skrifar Björn Ingi á Facebook.

Fyrr í kvöld var greint frá því að sýslumaðurinn á Vesturlandi hefði gert slíka kröfu.

Ég las þetta því fyrst í kvöld og brá nokkuð í brún. Um er að ræða lítið útgáfufélag með litlar skuldir og einn starfsmann (Björn Ingi á Viljanum) og þegar í kvöld hefur verið fram á afturköllun þessarar beiðni sem gengið verður frá í vikunni. Viljinn er því ekki á leiðinni í gjaldþrot,“ skrifar Björn Ingi á facebooksíðu sína.

Hann segir hart í ári hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi í þessu furðulega ástandi og segist hafa staðið samviskusamlega vaktina í fréttum um kórónuveiruna, án opinberra styrkja.

„Það eru bara auglýsinga- og styrktartekjur Viljans og sala á bókinni Vörn gegn veiru sem standa undir launum og öðrum kostnaði. Ég er þakklátur öllum sem leggja því lið og mun halda ótrauður áfram, enda fengið gríðarleg viðbrögð og hvatningu frá fólkinu í landinu. Uppgjöf er ekki möguleiki í miðju stríði. Ást og friður.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert