Selja veiðiréttindin í Laxá í Aðaldal í heild

Frá Breiðunni við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal.
Frá Breiðunni við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal. mbl.is/Golli

Ákveðið var á fundi Veiðifélags Laxár í Aðaldal að veiðiréttindi í ánni yrðu seld í heild sinni. Þá var ákveðið að breyta skipulagi veiðileyfa fyrir árið 2021 á þá leið að stöngum í ánni verði fækkað úr 17 í 12, um 30% fækkun sem þykir umtalsverð og til þess fallin að bæta gæði veiða í ánni.

Utan samstarfs þeirra jarða sem taka þátt í þessum breytingum eru jarðirnar Árbót og Jarlstaðir. Stefnt er að því að reka tvö veiðihús við ána, veiðihúsið í Nesi annars vegar og veiðihúsið Vökuholt á Laxamýri hins vegar.

Gæði árinnar aukast

Gert er ráð fyrir að veiðmenn muni veiða alla ána á þremur dögum, en um 70 ár eru síðan hægt var að veiða Æðarfossana, Mjósund, Brúarsvæðið, Núpafossbrún; Höfðahyl, Presthyl, Vitaðsgjafa, Hólmavaðsstíflu og Óseyrina í einum veiðitúr,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla.

Þá segir einnig að horft sé til þess að bæta gæði veiðanna í ánni enda hafi veiðin verið erfið undanfarin ár. Afstaðið veiðisumar hafi þó kynt undir vonum um gott stórlaxasumar á næsta ári og því er horf til alls konar smærri framkvæmda í ánni til þess að vernda stofninn.

mbl.is