Arnarholtsmálið „þyngra en tárum taki“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir átakanlegt að heyra af því sem fram fór á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi en 50 ára gamlar vitnaleiðslur yfir starfsfólki þar leiddu í ljós vanrækslu og slæman aðbúnað. 

„Ég tek undir það sem borgarstjóri og forsætisráðherra hafa sagt. Þetta er mál sem þarf að komast til botns í, Þessar lýsingar eru náttúrulega þyngra en tárum taki og mjög átakanlegt að heyra af þessu,“ segir Svandís í samtali við mbl.is. 

„Það er mikilvægt fyrir okkur öll að allt komist fram í dagsljósið og við drögum okkar lærdóm af því,“ bætir Svandís við.

Starfsemi vistheimilisins var á forræði Reykjavíkurborgar til ársins 1971 þegar þáverandi borgarstjórn fékk því fram að starfsemin yrði færð undir geðdeild Borgarspítalans. Miðað við lýsingar dóttur manns sem dvaldi á Arnarholti árið 1994, rúmum 20 árum eftir að starfsemin færðist til Borgarspítala og því til ríkisins, var aðbúnaður þeirra sem dvöldu á Arnarholti ekki heldur til fyrirmyndar eftir að ríkið tók við. Spurð um það segir Svandís einfaldlega að hún þurfi að skoða málið betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert