Vanræksla á Arnarholti rædd í borgarráði

Ráðhús Reykjavíkur. Mál Arnarholts verður að öllum líkindum áfram rætt …
Ráðhús Reykjavíkur. Mál Arnarholts verður að öllum líkindum áfram rætt í borgarráði þegar gagna hefur verið aflað. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mál vistheimilisins Arnarholts, sem starfrækt var af Reykjavíkurborg til ársins 1971 þegar starfsemin var færð til Borgarspítala, var rætt stuttlega í borgarráði í dag. Viðtöl lækna við starfsfólk vistheimilisins frá árinu 1971 sem voru afhjúpuð nýverið leiddu í ljós vanrækslu og slæman aðbúnað þeirra sem á Arnarholti dvöldu.

„Við ræddum þetta stuttlega í borgarráði. Þar var bara talað um það að borgarskjalasafn sé að taka saman gögn. Við fréttum af þessu máli hjá RÚV svo við erum ekki með nein gögn um málið. Ég hugsa að við förum bara betur yfir málið í borgarráði í næstu viku þegar búið er að safna saman gögnum og okkur hefur gefist tími til að fara yfir þetta,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarnefndar borgarinnar, í samtali við mbl.is.

„Þetta er náttúrulega grafalvarlegt en þetta er líka gamalt mál svo við þurfum að ákveða í hvaða feril þetta er sett og ég hugsa að það sé best gert í borgarráði, að við byrjum á að skoða þetta þar og setjum þetta svo í einhvern farveg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert