Ísland nýtur sama aðgengis að bóluefni og ESB-ríki

Bóluefni Moderna prófað í Detroit.
Bóluefni Moderna prófað í Detroit. AFP

Evrópusambandið hefur staðið í samningaviðræðum við Moderna frá því í júlí. Fyrstu viðræðum við fyrirtækið lauk 24. ágúst. Þetta kemur fram á vef Evrópusambandsins. Moderna kynnti í dag niðurstöður grunnprófanna á bóluefni sínu við Covid-19 og gefa þær til kynna 95% virkni. 

Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins um samninga Evrópusambandsins við lyfjafyrirtæki frá því í október kemur fram að: „ [..] munu Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins.“ 

Ísland mun því falla undir samninga Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið.

Fyrir hefur Ísland tryggt sér aðgang að fjórum bóluefnum. Pfizer og BioNTech, Janssen Pharmaceutica, AstraZeneca og Sanofi og GSK.

mbl.is