Viðskiptavinum gert að bíða í röð utandyra

Biðraðir fyrir utan verslanir.
Biðraðir fyrir utan verslanir. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Einungis tíu manns er hleypt inn í flestar verslanir og því þurfa aðrir að bíða þar til röðin kemur að þeim.

Aðspurður segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, að auðveldlega væri hægt að tryggja fjarlægðarmörk þótt fleirum væri hleypt inn í verslanir. Hann virði þó reglur yfirvalda.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur í sama streng. Segir hún að það gagnist lítið að láta fólk standa þétt saman í röð utan við verslanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert