Bjarni: Ekkert fær haggað niðurstöðu Hæstaréttar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem segir í færslu á facebook í dag að það sé engin ástæða til að hafa uppi stór orð um svartan dag í réttarsögunni vegna dóms MDE frá því í morgun.

Hann segir Hæstarétt þegar hana svarað stærstu lagalegu álitamálunum að íslenskum rétti. 

„Annars vegar í málum sem vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt. Hins vegar hafði verið dæmt um það, hvort skipan tiltekinna dómara sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um 15 hæfustu, hefði áhrif á niðurstöður þeirra mála, sem þeir höfðu dæmt,“ segir í færslu Bjarna. 

Um það atriði sagi Hæstiréttur Íslands í maí 2018:

„Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.“

Bjarni segi Hæstarétt, æðsta dómstól Íslands, hafa komist að skýrri niðurstöðu um þetta álitamál, fyrirfram hafi verið ljóst að það myndi ekki breytast með dómi MDE.

Þannig segir Bjarni niðurstöður MDE ekki bindandi og ganga ekki framar íslenskum lögum.

„Í dóminum er komið aðeins inn á þetta atriði og bent á að ríki skuli, eftir atvikum, gera ráðstafanir til að bæta úr ágöllum í samræmi við niðurstöður dómsins.

Í þessu tilviki sýnist mér, í þessu samhengi, ekki þurfa að gera neinar sérstakar ráðstafanir, m.a. vegna þess að þessi lög, þetta fyrirkomulag við skipan Landsréttar, var einskiptis atburður. Þó er sjálfsagt að dómsmálaráðuneytið leggi á þetta mat og bregðist við ef ástæða þykir til. Það breytir ekki hinu að ekkert fær haggað niðurstöðu Hæstaréttar sem rakin er að framan,“ segir í færslunni. 

Færsluna í heild sinni má lesa hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert