Jón Páll áfrýjar til Landsréttar

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jón Páll Eyjólfsson hefur ákveðið að áfrýja tveggja og hálfs árs skilorðsbundnum dómi sem hann hlaut í gær til Landsréttar. Dóminn hlaut hann fyrir að nauðga konu á hótelherbergi erlendis árið 2008. RÚV greinir frá.

Jón Páll starfaði sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en lét af störfum þar árið 2018 í kjölfar #metoo. Hann gekkst við alvarlegu kynferðisafbroti.

Jón Páll hefur lýst sig saklausan í málinu og ætlar að áfrýja. Í fyrstu lýsti Jón Páll því yfir að hann hefði sagt starfi sínu lausu á Akureyri árið 2017 vegna fjárhags LA. 

Síðar tók stjórn Menningarfélags Akureyrar ákvörðun um að hann myndi ekki vinna uppsagnarfrest vegna trúnaðarbrests.

mbl.is