Einnota plastílátin á útleið

Fermata er býsna sérstök verslun sem opnaði í miðbænum í dag. Þangað koma viðskiptavinir með eigin ílát og fylla á þau með varningi á borð við uppþvottalög, hársápu og þvottaefni svo eitthvað sé nefnt. Þeir gætu því verið búnir að kaupa sinn síðasta plastbrúsa utan um uppþvottalög eða glersprey.

Í myndskeiðinu er rætt við Þórdísi V. Þórhallsdóttur, eiganda, en hún segir draum sinn vera að færa út kvíarnar með sölu á matvöru. Hinsvegar sé það ekki hægt í núverandi húsnæði vegna reglugerða. 

Verslunin er á annarri hæð við Laugaveg 26 en gengið er inn Grettisgötumegin og Þórdís segist hafa fengið góð viðbrögð íbúa miðborgarinnar þar sem hugmyndin falli vel að lífstíl margra sem búi á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert