Séð úr lofti hvernig skriðurnar umlykja hús

Úr myndskeiðinu sem Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók …
Úr myndskeiðinu sem Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók í morgun og hefur verið birt á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Skjáskot

Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Veðurstofan hefur birt myndskeið, sem Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók í morgun, sem sýnir vel hvernig skriður hafa umleikið húsin í byggðinni. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. 

Fram kemur í færslu sem Veðurstofan hefur birt  á Facebook-síðu sinni, að nokkur hús hafi verið rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar.

Spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun. 

Nánar á vef Veðurstofu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert